Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólavinir

03.01.2018
Jólavinir

Í ár voru jólaskemmtanir með eilítið öðru sniði en síðustu ár. Í stað þess að hafa jólaskemmtanirnar aldursskiptar var ákveðið að prófa að blanda saman yngri og eldri bekkjum með skipulögðum hætti. Hver eldri bekkur átti að tengjast yngri bekk og leiða þá nemendur meðan dansað var í kringum jólatréð. 5. AMH leiddi 3.B að þessu sinni. Kennurunum fannst upplagt að láta nemendur hittast og kynnast aðeins áður. Þau hittust daginn fyrir jólaballið og unnu lítið verkefni saman. Þrír nemendur voru í hverjum hópi, 1 nemandi úr 5. AMH og 2 nemendur úr 3.B. Verkefni var að teikna sig að leiðast saman og mátti bæta ýmsu jólalegu við myndverkið. Þetta gekk mjög vel og náðu nemendur vel saman og áttu góða stund.

Sjá myndir á myndasíðu 5. AMH  og 3.B

Til baka
English
Hafðu samband