Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kátir krakkar í Osmo

25.01.2018
Kátir krakkar í Osmo

Það voru kátir krakkar í 1. bekk sem unnu með ipad tæki og Osmo í kennslustund í dag. Krakkarnir voru að glíma við talnaleikinn "Numbers" og voru þau dugleg að vinna saman og leysa úr þrautunum. Spennan í kennslustofunni var mikill og það leyndi sér ekki að verkefnið féll nemendum vel í geð.

Osmo er verðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir Ipad. Í grunnpakkanum er standur fyrir Ipadinn og lítill spegill sem settur er yfir myndavélina, hann nemur það sem gert er fyrir framan skjáinn hvort heldur sem er með penna, hreyfingu, púslukubbum, bók- eða tölustöfum.

Mögulegt er að spila ýmsa leiki með tækinu s.s. Tangram, Word, Numbers, Newton, Coding Awbie, Masterpice, Monster o.fl. Áðurnefnt smáforrit eru frí og þau er hægt að sækja í App Store og nýta með standinum og speglinum. 

Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, skapa og gera tilraunir.

Næstu vikurnar ætla kennarar í 1. bekk að láta nemendur vinna með Osmo í hringekjutímum. Auk þess verða ipad tækin notuð í forritunarkennslu; þjálfa röð aðgerða. Þá vinna nemendur aðallega í tveimur smáforritum/öppum Run Marko og Box Island auk Coding leiksins í Osmo.

Á myndasíðu 1. bekkja eru myndir frá vinnunniMyndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband