Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð

02.02.2018
100 daga hátíð

Fimmtudaginn 1. febrúar náðu nemendur í 1. bekk skólans þeim stóra áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum. Af því tilefni var "partý" hjá þeim og mikið líf og fjör. Allir mættu í náttfötum og voru með hatta sem á var skráður ákveðinn tugur. Þau áttu svo að para sig saman tvö og tvö þannig að tölurnar saman mynduðu töluna 100. Síðan var haldið í skrúðgöngu um skólann með tilheyrandi karnival stemningu, tónlist og hljóðfæraslætti. Eldri nemendur skólans kíktu út úr kennslustofum sínum og samfögnuðu 1. bekkingum með þennan merka áfanga.

Eftir að skrúðgöngunni lauk var ýmislegt fleira gert til hátíðarbrigða. Nemendur töldu t.d. 10x10 tegundir af góðgæti sem þau settu í hattana sína og gæddu sér á í kennslustofunni og tóku þátt í skemmtilegum verkefnum á mismunandi stöðvum. 

Myndir frá 100 daga hátíðinni eru á myndasíðu 1. bekkinga

Myndband frá 100 daga hátíðinni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband