Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

08.02.2018
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 6. febrúar. Nemendum í 6. og 7. bekk var boðið að fylgjast með keppninni. Átta nemendur í 7. bekk tóku þátt en tveir vinningshafar ásamt varamanni munu taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í Héraðshátíð sem haldin verður mánudaginn 19. mars nk. kl. 17:00 í Seltjarnarneskirkju á Seltjarnarnesi.

Allir sem tóku þátt í keppninni stóðu sig mjög vel og fengu að gjöf frá skólanum ljóðabókina Óðhalaringla eftir Þórarinn Eldjárn. Þriggja manna dómnefnd, sem skipuð var Hafdísi Báru Kristmundsdóttur aðstoðarskólastjóra, Kristínu Thorarensen bókasafnskennara og Kristrúnu Sigurðardóttur fyrrum deildarstjóra Hofsstaðaskóla, valdi tvo fulltrúa skólans og einn til vara til að taka þátt í héraðshátíðinni. Eftirfarandi keppendur urðu fyrir valinu: Hanna Guðrún Hauksdóttir og Karitas Þorsteinsdóttir sem aðalmenn og Eva Margrét Gísladóttir sem varamaður.

Á Skólahátíðinni lásu nemendur svipmynd úr skáldsögunni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason og ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur. Einnig lásu nemendur ljóð að eigin vali. Margrét Anna Friðbjarnardóttir kynnti höfund texta og Kári Kjartansson höfund ljóða. Í hléinu sýndu nemendur í 6. bekk skemmtiatriði sem frumflutt voru á þorrablóti 6. bekkinga.

Sjá myndir frá Skólahátíð upplestrarkeppninnar á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband