Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölbreyttir og skemmtilegir dagar framundan

09.02.2018
Fjölbreyttir og skemmtilegir dagar framundanÍ næstu viku er margt á döfinni í skólanum. Gleðin byrjar á mánudaginn með bolludeginum. Minnum á að nemendur mega þá hafa með sér bollu í nesti.

Miðvikudaginn 14. febrúar er komið að öskudeginum. Foreldrar/forráðamenn ættu að hafa fengið póst frá skólanum varðandi dagskrána á öskudaginn. Gleðin mun þá standa yfir frá kl. 8:30-12:15 (skertur dagur). Það verða fjölbreyttar stöðvar í boði fyrir krakkana s.s. andlitsmálun, grímugerð, hreyfifjör, öskupokasaumur og margt fleira.
Allir eru hvattir til að koma í búningum eða furðufötum og hafa góða skapið meðferðis.

Nemendur hafa með sér holtt og gott nesti eins og aðra daga og í hádeginu verður boðið upp á samlokur. Ekki verður hægt að hita í grilli eða örbylgjuofni þennan dag.

Nemendur sem skráðir eru í Regnbogann geta farið þangað þegar skóla lýkur kl. 12:15.

Nemendur í 7. bekkjum skólans leggja af stað frá skólanum strax á mánudagsmorgun til dvalar í Skólabúðunum að Reykjum. Þar munu þeir verða við leik og störf fram á föstudaginn 16. febrúar.

Njótið helgarinnar.
Til baka
English
Hafðu samband