Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir skólaliða í 100% starf skólaárið 2018-2019

02.03.2018
Í Hofsstaðaskóla eru 560 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu.

Helstu verkefni:
Aðstoð við nemendur
Vaktir í frímínútum bæði úti og inni
Aðstoð í matsal
Dagleg ræsting

Hæfiniskröfur:
• Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Ánægja af starfi með börnum
• Snyrtimennska, dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
• Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2018

Nánari upplýsingar um starfið veita Margrét Harðardóttir skólastjóri í síma 820-8590 eða með því að senda tölvupóst á netfangið margreth@hofsstadaskoli.is og Hafdís Bára Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 617-1591 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hafdis@hofsstadaskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.
Til baka
English
Hafðu samband