Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Er síminn barnið þitt"

08.03.2018
"Er síminn barnið þitt"Í október sl. var haldin forvarnavika í öllum skólum Garðabæjar. Sú vika var samstarfsverkefni skólanna og mannréttinda- og forvarnarnefnd bæjarins. Viðfangsefni vikunnar var málefni tengd skjá- og símanotkun, bæði barna og fullorðinna. Nemendur tóku þátt í að gera tillögur að slagorðum og teikningum til þess að vekja athygli á málefninu sem er mjög þarft. Afleiðingar mikillar skjánotkunar geta verið alvarlegar fyrir einstaklinga og heimili. Ein af teikningum nemenda er nú orðin að ísskápasegli og hefur verið send inn á öll heimili leik- og grunnskólabarna. Er það von þeirra sem starfa að forvörnum að segullinn verði settur á áberandi stað á heimilum og verði til áminningar um að sýna skynsemi í skjánotkun og still henni í hóf.

Til baka
English
Hafðu samband