Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð 5.-7. bekkja

16.03.2018
Skíðaferð 5.-7. bekkja

Fimmtudaginn 8. mars héldu allir nemendur í 5. -7. bekk ásamt starfsfólki í skíðaferð í Bláfjöll. Veðrið var mjög gott þennan morgun, sólin skein en þó nokkur kuldi var sérstaklega fyrst til að byrja með. Vel gekk í leigunni að koma öllum í rétta búnaðinn og út í fjallið. Krakkarnir voru duglegir að skíða og hreyfa sig og þeir sem voru vanir skíðamenn voru duglegir að leiðbeina þeim sem voru byrjendur. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og allir komu heilir heim. Það var dasaður en ánægður hópur sem renndi í hlað eftir flottan dag í Bláfjöllum. Myndir úr ferðinni eru komnar í myndasafn skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband