Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Menntamálaráðherra og þingmenn í hádegismat í Hofsstaðaskóla

22.03.2018
Menntamálaráðherra og þingmenn í hádegismat í Hofsstaðaskóla

Hofsstaðaskóli og Skólamatur buðu menntamálaráðherra og þingmönnum í hádegismat í skólanum ásamt nemendum og starfsmönnum. Hofsstaðaskóli er fjölmennasti vinnustaðurinn í Garðabæ. Þar eru 570 nemendur og um 100 starfsmenn. Á boðstólum var snitsel, franskar rófur og annað viðeigandi meðlæti. Ráðherra og þingmenn fengu að kynnast fyrirtækinu Skólamat, fyrirkomulaginu í matsal skólans og hvernig tekist er á við matarsóun, aga og almennt gott skólastarf. 

Sjá fleiri myndir frá heimsókninni á myndasíðu skólans og stutt myndskeið hér fyrir neðan

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband