Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesum meira í 6. bekk

09.05.2018
Lesum meira í 6. bekkSpurningakeppnin Lesum meira í 6. bekk fór fram fimmtudaginn 3. maí. Lesum meira er samstarfsverkefni skólasafnskennara og umsjónarkennara í 6. bekk. Krakkarnir lásu ákveðnar bækur og tóku í kjölfarið könnun úr bókunum. Þrír stigahæstu nemendur úr hverjum bekk voru valdir í bekkjarlið til að taka þátt í spurningakeppninni.
Mikil stemning og samstaða var innan bekkja en hver bekkur var auðkenndur í bleiku, bláu eða hvítu og búinn að semja stuðningslög sem sungin voru á keppninni. Það var 6. GHS sem bar að lokum sigur úr býtum við mikinn fögnuð stuðningamanna sinna. Keppendur og áhorfendur stóðu sig frábærlega, skemmtu sér konunglega og gengu glaðir út í daginn. Myndir frá keppninni eru á myndasíðu 6. bekkinga
Til baka
English
Hafðu samband