Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grunnskólamót UMSK í blaki

04.06.2018
Grunnskólamót UMSK í blaki

Þann 9. maí síðastliðinn hélt vaskur hópur nemenda í 6. og 7. bekk frá Hofsstaðaskóla á Grunnskólamót UMSK í blaki sem haldið var í Kórnum í Kópavogi. Farið var með rútu á keppnisstað og góð stemming var í hópnum. Keppt var eftir eftirfarandi skipulagi. 2 á móti 2 Engin “eiginleg” uppgjöf – boltanum var kastað yfir þar sem hann endar þegar allir eru tilbúnir, á annan liðsmanninn í hinu liðinu. Það mátti heyfa sig með boltann eftir að hafa gripið. Bara hægt að fá stig með sókn. Liðin skrifuð stigin sín á skorkort sem þau skoruðu. Stóðu nemendur Hofsstaðaskóla sig með mikilli prýði. Hnikaar Jónsson verkefnastjóri BLÍ kom svo í heimsókn í skólann og veitti stigahæsta liði skólans viðurkenningu og voru það Baldur Ívarsson og Ásgeir Líndal og fengu þeir blakbolta að launum.

Skoða myndir frá blakmótinu

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband