Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt skólaár

07.08.2018
Nýtt skólaár

Stjórnendur skólans eru komnir til starfa að loknu sumarleyfi og undirbúningur skólaársins í fullum gangi. Kennarar og starfsmenn mæta til starfa 10. og 13. ágúst.
Skólasetning er miðvikudaginn 22. ágúst og verða nánari upplýsingar birtar um hana í næstu viku. Skóladagatal er birt hér á síðunni og hvetjum við forráðamenn til þess að kynna sér það vel, skipulagsdaga, viðburði og leyfi.  Skóladagatal 2018-2019


Ef fyrirhugaðar eru breytingar á skólavist nemenda s.s. vegna flutninga er mikilvægt að skólinn fái upplýsingar um það sem allra fyrst. 

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8.00 til 15.00 fram til 17. ágúst og eftir það til kl. 15.30 nema á föstudögum þá er opið til 15.00. 

 

Til baka
English
Hafðu samband