Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

04.09.2018
Göngum í skólannHið árlega verkefni Göngum í skólann hefst formlega á morgun miðvikudaginn 5. september með hátíðlegri dagskrá. Skólar geta skráð sig til þátttöku fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 10. október en dagana 5. - 10. október eru allir nemendur hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta s.s. göngu, hjólreiðar og hlaup. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið á milli staða. Á heimsíðunni http://www.gongumiskolann.is/ er hægt að lesa nánar um verkefnið.

Til baka
English
Hafðu samband