Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndbirtingar

29.09.2018
MyndbirtingarEinn liður í uppeldis- og menntastarfinu í grunnskólanum er að veita forsjáraðilum og nemendum innsýn í starfsemi skólans það er m.a. gert með því að taka ljósmyndir og myndbönd af börnunum í leik og starfi. Í ljósi nýrra persónuverndarlaga sem tóku gildi í sumar þarf að endurskoða myndbirtingar úr skólastarfinu. Unnið er nú að því hjá Garðabæ að útbúa sérstakt leyfisblað sem foreldrar verða beðnir um að samþykkja tilteknar myndbirtingar. Meðan við bíðum eftir eyðublaðinu og samþykki forráðamanna verða ekki birtar myndir af nemendum á heimasíðu skólans.
Til baka
English
Hafðu samband