Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmd könnunarpróf í 4. bekk

29.09.2018
Samræmd könnunarpróf í 4. bekkFimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. september þreyttu nemendur í 4. bekkjum skólans samræmt próf í íslensku og stærðfræði. Um 4.450 nemendur í 4. bekkjum þreyttu prófið á landsvísu en hjá okkur í Hofsstaðaskóla voru það um 90 nemendur sem tóku prófið. Notaðar voru borðtölvur, fartölvur og Chrombook tölvur. Framkvæmdin gekk mjög vel og þau fáu mál sem komu upp voru leyst á skjótan og farælan hátt. Við erum að sjálfsögðu stolt af nemendum okkar sem allir gerðu sitt besta. 
Til baka
English
Hafðu samband