Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gegn einelti í Garðabæ

10.10.2018
Gegn einelti í GarðabæUndanfarna daga hafa nemendur í Hofsstaðaskóla fengið fræðslu um eineltisáætlun skólans og kynningu á nýju veggspjaldi sem hannað var sérstaklega fyrir Gegn einelti í Garðabæ og er stefnt að því að veggspjaldið sé sýnilegt í öllum grunnskólum og íþróttamannvirkjum Garðabæjar.
Markmiðið með fræðslunni er að vekja nemendur til umhugsunar um einelti og afleiðingar þess. Markmiðið er einnig að nemendur átti sig á mikilvægi þess að standa saman, segja frá eða grípa inn í ef þau upplifa síendurtekna stríðni, útilokun eða annað sem getur gefið vísbendingar um einelti sem þau sjálf eða einhver annar er að upplifa.
Veggspjaldið er hannað að Þórarni F. Gylfasyni grafískum hönnuði í samstarfi við eineltisteymi Garðabæjar og styrkt af Mannréttinda- og forvarnarnefnd Garðabæjar.
Til baka
English
Hafðu samband