Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl 25.10.2018

21.10.2018
Nemenda- og foreldrasamtöl 25.10.2018

Fimmtudaginn 25. október verða nemenda- og foreldrasamtöl og fellur kennsla niður. Foreldrar þurfa að skrá sig í samtöl og er það gert á fjölskylduvefnum www.mentor.is. Leiðbeiningar um skráninguna hafa verið sendar heim í tölvupósti. Skráningu lýkur mánudaginn 22. október. Umsjónarkennarar raða þeim niður í samtöl sem ekki hafa skráð sig og sendir heim tilkynningu um það eigi síðar en miðvikudaginn 24. október. Regnboginn er opinn á nemenda- og foreldrasamtalsdag frá kl. 8.30 til 17.00. Sérstök skráning er fyrir daginn.

Fyrir samtalið þurfa nemendur og foreldrar að fylla út s.k. frammistöðumat á fjölskylduvefnum mentor. Svör nemenda og foreldra verða notuð sem grunnur í samtalinu. 

Í samtalinu á einnig að skila útfylltu samþykkiseyðublaði um myndatökur og myndbirtingar í skólastarfinu. Það eyðublað hefur verið sent heim í tösku nemenda og í viðhengi í tölvupósti sl. fimmtudag 18. október. 

Óskilamunir nemenda liggja frammi í miðrými frá miðvikudeginum 24. október. Allir foreldrar eru beðnir um að koma við þar og kanna hvort þeirra börn eigi ekki eitthvað þar. Minnum loks á mikilvægi þess að merkja eigur barnanna því þá er einfalt að koma öllu til skila til eigenda sinna. 

 

Til baka
English
Hafðu samband