Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

HS LEIKAR 30. og 31. október

29.10.2018
HS LEIKAR 30. og 31. októberDagana 30. og 31. október er hefðbundin stundaskrá í Hofsstaðaskóla lögð til hliðar og nemendur fá að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum sem reyna á mismunandi færni. Dagskráin gengur undir nafninu HS leikar og er byggð á hugmyndum um fjölgreindir.
Nemendum er raðað í 38 lið þvert á árganga frá 1. og upp í 7. bekk. Elstu nemendurnir, úr 6. og 7. bekk eru fyrirliðar, stýra hópunum og aðstoða þá sem yngri eru. Helmingur liðanna verður í dagskrá inni í skólanum og hinn helmingurinn úti í íþróttahúsi. Liðin skipta svo um stað seinni daginn. Þeim sem verða í íþróttahúsinu er bent á að hentugt getur verið að vera í íþróttafatnaði eða fötum sem ekki hefta hreyfingu. 
Nemendur mæta í skólann á hefðbundum tíma kl. 8.30 og skóladeginum lýkur hjá öllum kl. 14.00. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en taka með sér nesti í léttari poka/tösku. Allir þurfa að vera klæddir eftir veðri til útiveru. Tómstundaheimilið Regnboginn er opinn frá kl. 14.00 eins og vant er. 
Starfsmenn og stjórnendur skólans óska nemendum góðrar skemmtunar næstu daga og vona að allir njóti sín. 
Til baka
English
Hafðu samband