Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bebras áskorunin

14.11.2018
Bebras áskoruninVikuna 12.-16. nóvember taka nemendur í 4. -7. bekkjum skólans þátt í Bebras áskoruninni. Áskorunin er fyrir nemendur á aldrinum 8 – 18 ára. Nemendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni sem byggja á rökhugsun sem notuð er við forritun (e. International Challenge on Informatics and Computational Thinking). Bebras áskorunin er alþjóðleg áskorun sem hefur stækkað mikið á síðustu árum, fyrsta áskorunin var í Litháen árið 2004 en árið 2012 voru þátttakendur yfir 500.000 og er Bebras áskorunin því ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. Íslenskir nemendur tóku fyrst þátt árið 2015 og höfum við í Hofsstaðaskóla verið með frá upphafi.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband