Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

04.12.2018
Dagur íslenskrar tunguDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Hofsstaðaskóla föstudaginn 16. nóvember. Hjá yngri nemendum var dagskráin í umsjón 3. bekkinga sem sögðu frá Ævari Þór rithöfundi, leikara, og vísindamanni. Hann hefur komið nokkrum sinnum í skólann og lesið upp úr bókum sínum Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin hrollvekja. Ævar hefur líka verið með sjónvarpsþátt og lestrarátak á landsvísu. Hjá eldri nemendum var dagskráin í höndum 6. bekkinga sem sögðu frá skáldinu okkar, Jónasi Hallgrímssyni og fluttu frumsamin ljóð. Einnig fóru nemendur yfir torskilin íslensk orð sem þeir útskýrðu í máli og myndum. Skemmtuninni lauk með frumsömdu lagi og dansi.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband