Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl 23. janúar

13.01.2019
Nemenda- og foreldrasamtöl 23. janúar

Markmið samtalanna er að gefa nemendum og foreldrum tækifæri til þess að hitta umsjónarkennara og ræða saman um námið og líðan nemandans. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til viðtals í skólanum á sama tíma.
Bókun samtalanna fer fram rafrænt á fjölskylduvefnum Mentor.is og hefst mánudaginn 14. janúar.
 Foreldrar velja sjálfir tíma sem umsjónarkennarar bjóða upp á.
Þeir foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum þurfa að gera ráð fyrir 15 mínútum á milli þeirra samtala til þess að koma til móts við ófyrirséðar tafir og ferðatíma á milli stofa.
Ef foreldrar þurfa að breyta eða afpanta tíma þá er það gert á sama hátt.
Ef foreldrar hafa ekki lykilorð inn á fjölskylduvefinn er hægt að nálgast það á vef mentor.is Gleymt lykilorð undir innskráningarflipa.
Bókun þarf að vera lokið föstudaginn 18. janúar.
Leiðbeiningar um bókun voru sendar heim í tölvupósti föstudaginn 11. janúar sl. 
Leiðbeiningar um bókun samtala:

o Skráið ykkur inn á mentor.is

o Veljið fjólubláan glugga efst til vinstri Bóka foreldraviðtal.

o Veljið úr lista yfir tímasetningar – hakið við.

o Munið að vista.

o Ef gera þarf breytingar þá er sama leið farin nema hakið er tekið úr og ný tímasetning valin. Athugið að vista eftir hverja breytingu.

Ef foreldrar bóka ekki sjálfir samtal þá bókar umsjónarkennari í þá tíma sem lausir eru og tilkynnir foreldrum.

 Það er ekki hefðbundinn skóladagur þennan dag, nemendur mæta einungis í samtal með foreldri/foreldrum.

Stjórnendur og kennarar

Til baka
English
Hafðu samband