Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í Stjörnu-Odda

25.01.2019
Heimsókn í Stjörnu-Odda

Hofsstaðaskóli er einn þeirra skóla sem er aðili að GERT verkefninu (Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) en markmið verkefnisins er að efla grunnmenntun í raunvísindum og tækni og auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum, tækni og iðnnámi. Í dag taka um 50 skólar um land allt þátt í verkefninu ásamt fjölmörgum fyrirtækjum sem eru tilbúin til að taka á móti nemendum eða heimsækja skóla. Starfskynningar eru haldnar með mismunandi hætti þar sem t.d. foreldrar kynna sín störf. Annað sem gert er í tengslum við GERT er að bjóða upp á forritunarkennslu en forritunarkennsla er einmitt kennd markvisst í öllum árgöngum, kennd er m.a. nýsköpun í smiðjum og námsráðgjafi kynnir ólíkar starfsgreinar í verk-, tækni- og iðngreinum.
Föstudaginn 18. janúar fóru nemendur í 7. bekk í starfskynningu í hátæknifyrirtækið Stjörnu-Odda í Garðabæ. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu smárra en harðgerðra mælitækja til ýmisskonar dýra- og umhverfisrannsókna. Heimsóknin var mjög áhugaverð og fengu nemendur að kynnast ólíkum og mismunandi bakgrunni starfsfólks. Nemendur voru áhugasamir og fróðleiksfúsir og fannst gaman að fá innsýn inn í atvinnulífið með þessum hætti.

Sjá myndir á myndasíðu 7. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband