Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Notkun endurskinsmerkja í Hofsstaðaskóla

05.02.2019
Notkun endurskinsmerkja í Hofsstaðaskóla

Könnun á notkun endurskinsmerkja gerð dagana 28.-30. janúar 2019. Nemendur 7. bekkja gerðu könnun á notkun endurskinsmerkja meðal nemenda skólans í öllum árgöngum.
Það kom í ljós að 59% nemenda eru með endurskinsmerki á yfirhöfnum sínum þegar miðað er við þann fjölda sem var mættur í skólann þessa daga.
Notkun endurskins virðist minnka með hækkandi aldri en þó er áberandi hve margir nemendur 3. bekkja eru ekki með endurskinsmerki. Endurskinsmerki eru gjarnan á skólatöskum en gera má ráð fyrir að nemendur noti yfirhafnir sínar utan skólatíma.

Til baka
English
Hafðu samband