Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallaferðir 4. - 7. bekkur

18.02.2019
Fjallaferðir 4. - 7. bekkur

Stefnt er að því að fara í fjallaferð í Bláfjöll en ferðir eru háðar veðri og opnun skíðasvæðis.

4. og 5. bekkur fara þriðjudaginn 26. febrúar

6. og 7. bekkur fara miðvikudaginn 27. febrúar

Nemendur mæta í skólann þennan dag eins og venjulega klukkan 8:30 og koma þá með allan búnað með sér. Lagt verður af stað heim úr Bláfjöllum klukkan 14:00 og áætluð heimkoma í Hofsstaðaskóla kl. 14:50. Tilkynning verður sett á vef skólans og tölvupóstur sendur ef fresta þarf ferðum. 
Markmið ferðarinnar er að kynnast vetraríþróttum og njóta góðrar útiveru í fersku fjallalofti. Þeir sem vilja og hafa tök á geta tekið með sér skíði, snjóbretti, sleða eða þotu. Ekki er leyfilegt að taka með hringþotur. Í Bláfjöllum er hægt að leigja búnað ef vilji er fyrir slíku. Boðið verður upp á skíðakennslu fyrir nemendur.

Skólinn greiðir rútuferðina fyrir nemendur en þeir sem vilja leigja skíði eða bretti greiða kostnað vegna þess sem er 2.400 krónur fyrir skíði, skó og stafi eða bretti/skó.

Lyftugjald er 1000 krónur á mann. (Greiða þarf fyrir allar lyftur á svæðinu). Þeir sem eiga árskort geta notað það. Nemendur koma með gjaldið fyrir lyftukorti mánudaginn 25. febrúar í skólann því starfsmaður skólans sér um að kaupa lyftugjald fyrir alla í einu.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma með í þessa ferð. Þeir sem vilja geta komið með okkur í rútu en þurfa að tilkynna komu sína daginn áður og greiða rútugjald, 1500 krónur. Aðrir geta að sjálfsögðu komið á eigin bílum í fjöllin.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfum sem send voru heim fimmtudaginn 14. febrúar.

Til baka
English
Hafðu samband