Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í grunnskóla fyrir haustið 2019

01.03.2019
Innritun í grunnskóla fyrir haustið 2019

Innritun 6 ára barna sem hefja nám í 1. bekk haustið 2019 hefst 1. mars. Innritun fer fram á Minn Garðabær og finna má nánari upplýsingar á vef Garðabæjar. Kynningarfundur fyrir foreldra verður í Hofsstaðaskóla mánudaginn 11. mars kl. 17.30. 

Nemendur í 7. bekk Hofsstaðaskóla þurfa að innrita sig í annan skóla fyrir haustið. Þeim sem eru skráðir verður boðið á kynningarfund í viðkomandi skóla. 

Foreldrar eru beðnir um að bregðast fljótt og vel við og skrá börn sín sem allra fyrst svo skipulag næsta skólaárs geti hafist á markvissan hátt. Innritun lýkur 24. mars n.k.

Með samstarfskveðju stjórnendur. 

Til baka
English
Hafðu samband