Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagurinn

04.03.2019
Öskudagurinn

Öskudagsgleði verður í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 6. mars frá kl. 8:30-12:15 (sveigjanlegur skóladagur). Fjölbreytt verkefni verða í boði fyrir nemendur t.d. andlitsmálun, grímugerð, hreyfifjör, spil, þrautabraut, draugahús, dans og öskupokasaumur. Allir nemendur eru hvattir til að mæta í búningum eða furðufötum.
Nesti og matur
Eins og aðra daga hafa nemendur með sér hollt og gott nesti í morgunhressingu. Í hádeginu verður boðið upp á samlokur fyrir nemendur sem eru í áskrift. Athugið að ekki verður hægt að hita í örbylgjuofni né grilli þennan dag þar sem flestir nemendur borða hádegismat í bekkjarstofum.
Regnboginn
Nemendur sem eru skráðir í Regnbogann geta farið þangað kl. 12:15 þegar skóla lýkur. Vinsamlega láta vita ef þið ætlið ekki að nýta ykkur þjónustu þar á netfangið valgerdurosk@hofsstadaskoli.is
Hlökkum til að eiga skemmtilegan öskudag með nemendum Hofsstaðaskóla.

Með bestu kveðju, starfsfólk Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband