Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesfimi

13.03.2019
Lesfimi

Í Hofsstaðaskóla er unnið með lestur á fjölbreyttan hátt. Lestrarþjálfun á heimilum er ekki síður mikilvæg og samstarf heimilis og skóla skilar mestum árangri. Undanfarnar vikur hefur hópur nemenda og foreldra í 2. – 7. bekk unnið með efni sem nefnt er Eitt skref í einu.

Eitt skref í einu er fimm stiga þjálfunarefni sem hjálpar nemendum að bæta lesfimi sína. Hvert stig inniheldur 20 þjálfunartexta, sem lengjast smám saman. Þjálfunin tekur fjórar vikur og fer hún fram undir leiðsögn lestrarþjálfara (foreldris/forráðamanns). Efnið er ætlað nemendum sem hafa náð viðmiði 1 fyrir sinn árgang og eiga ekki í erfðileikum en þarfnast þjálfunar.  Aðrir nemendur lesa efni að eigin vali en vinan samkvæmt áætluninni. Þjálfunaraðferðin byggir á endurteknum lestri á sama texta, sem er ein besta leiðin til að þjálfa lesfimi. Lestrarþjálfarinn veitir tilsögn við þjálfunina, skráir frammistöðu og athugasemdir, kvittar þegar daglegri vinnu er lokið og hvetur. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna vef Menntamálastofnunar www.mms.is  

Til baka
English
Hafðu samband