Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenningar í Vísubotni 2018

17.03.2019
Viðurkenningar í Vísubotni 2018

Úrslit í vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2018, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRúv, efnir til keppninnar ár hvert í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni spreyttu nemendur sig á því að botna fyrriparta eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson.

Að þessu sinni bárust samtals 900 vísubotnar frá 22 skólum víðs vegar að af landinu og er það töluvert meiri þátttaka heldur en síðast. Ánægjulegt er að sjá og heyra frá kennurum og nemendum að áhugi fyrir vísnagerð er að aukast ár frá ári og má með sanni segja að Vísubotn hafi fest sig í sessi en keppnin var nú haldin í áttunda sinn.

Frá yngsta stigi bárust samtals 356 vísubotnar, 262 frá miðstigi og 282 botnar frá unglingastigi.  Einum nemanda á hverju stigi voru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjal fyrir besta vísubotninn. Á mið- og unglingastigi var gerð krafa um ljóðstafi og rím en á yngsta stigi var fyrst og fremst hugað að rími.

Margir nemendur Hofsstaðaskóla tóku þátt í samkeppninni og fékk 5. AÞ sérstakt hrós fyrir frábæra þátttöku. Ljóð tveggja nemenda úr bekknum voru birt á vef Menntamálastofnunar. Ljóðin verða einnig birt í Vísnakveri Ragnars Inga.

Vísubotnar sem voru á meðal þeirra bestu á miðstigi

Horfi ég á hundinn minn,
hann er góður vinur.
Barngóður og besta skinn
og boltinn hans er linur.

Andrea Hvannberg, Hofsstaðaskóla Garðabæ

Horfi ég á hundinn minn,
hann er góður vinur.
Krúttlegur með krullað skinn,
yfir krökkunum hann stynur.

Elsa Día Hilmarsdóttir, Hofsstaðaskóla Garðabæ

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband