Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bingó foreldrafélagsins 23. mars

18.03.2019
Bingó foreldrafélagsins 23. marsSenn líður að hinu árlega bingó Hofsstaðaskóla og eru allir foreldrar beðnir um að aðstoða við söfnun vinninga.
Vinningar þurfa ekki að vera stórir, markmiðið er að allir fái vinning 😊 Hægt er að koma vinningum beint á Lindu ritara í Hofsstaðaskóla. Foreldrar eru hvattir til þess að aðstoða við sjálfan viðburðinn og skipta á milli sín n.k. vöktum.  Margar hendur vinna létt verk 😊

Að þessu sinni verður bingódeginum 23. mars 2019 skipt í tvo hluta:
1. - 4. bekkur kl. 13.00 -15.00
5. - 7. bekkur kl. 16.00 -18.00

Haldið verður utan um skráningu yfir þá sem hafa tækifæri að aðstoða. Aðstoð skal tilkynna til: irisdgudjons@hotmail.com.  

Til baka
English
Hafðu samband