Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

04.04.2019
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, miðvikudaginn 27. mars sl. Nemendur úr sjöunda bekk í Garðabæ og Seltjarnarnesi tóku þátt í lokahátíðinni. Garðabær og Seltjarnarnes hafa undanfarin ár verið í samstarfi um lokahátíðina og skiptast á að halda lokahátíðina.

Á lokahátíðinni fengu 11 nemendur í sjöunda bekk úr Alþjóðaskólanum, Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Valhúsaskóla (grunnskóli Seltjarnarness) að spreyta sig á upplestri á fyrirfram ákveðnum texta úr skáldsögum og ljóðum.

 Í ár voru skáld keppninnar Ævar Þór Benediktsson og Anna Sigrún Snorradóttir. Einnig fengu nemendur að lesa ljóð að eigin vali. Á meðan á hátíðinni stóð var einnig boðið upp skemmtiatriði frá skólunum og í ár voru það einstaklega flott tónlistaratriði þar sem spilað var á þverflautu, píanó og fiðlu.

Viðurkenningar

Í lok hátíðar afhenti Eiríkur Björn Björgvinsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, öllum lesurunum bók frá Félagi íslenskra bókaútgefenda sem viðurkenningu fyrir þátttökuna. Varamenn sem tóku fullan þátt í undirbúningnum voru einnig kallaðir upp á svið og fengu bókaverðlaun. Dómnefnd sem var að störfum fékk það erfiða val að velja þrjá lesara úr hópnum og veita þeim viðurkennningar og verðlaun fyrir 1.-3. sæti.

Í fyrsta sæti í ár var Inga Fanney Jóhannesdóttir úr Sjálandsskóla, í öðru sæti var Agnes Sólbjört Helgadóttir úr Valhúsaskóla og í þriðja sæti var Bjarki Óttarsson úr Hofsstaðaskóla.


Til baka
English
Hafðu samband