Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árshátíð 7. bekkja

27.05.2019
Árshátíð 7. bekkja

Miðvikudagskvöldið 22. maí héldu nemendur í 7. bekk árshátíð á sal skólans. Þema árshátíðarinnar var 80's og heiðursgestir kvöldsins voru foreldrar barnanna. Nemendur sáu sjálfir um að skreyta salinn og að elda matinn með dyggri aðstoð deildarstjóra, umsjónarkennara og  list-og verkgreinakennara.

Jafnframt sáu nemendur sjálfir um skemmtiatriði sem samanstóðu af tónlistaratriðum, myndböndum og dansi. Hefð er fyrir því að vera með hæfileikakeppni þar sem þeir sem vilja geta sýnt hvað í þeim býr. Veittar voru viðurkenningar fyrir nokkur atriði:

Besta atriðið: Frumsamið píanólag
Hafsteinn Hugi Hilmarsson nemandi í 7. SJ

Frumlegasta atriðið: Myndband
Anna Guðlaug, Auður Helen, Birgitta Ósk, Elísabet Kolka, Eva Sóley, Hildur Hólm, Hildur Karitas og Lovísa Rós nemendur í 7. ÓP og 7. SJ

Skemmtilegasta atriðið: Dans
Arnór, Ari, Bjarki, Leifur, Ólafur Viðar og Viktór Húni 

Að skemmtiatriðum og kvöldverði loknum var foreldrum boðið í kaffi, konfekt og spjall á kaffistofu skólans meðan nemendur dönsuðu við fjöruga tónlist í salnum. Kvöldið var í alla staði mjög skemmtilegt og vel heppnað.

Endilega kíkið á myndirnar á myndasíðu 7. bekkja 

Til baka
English
Hafðu samband