Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Litla upplestrarhátíðin

28.05.2019
Litla upplestrarhátíðinLitla upplestrarhátíðin var haldin hátíðleg hjá nemendunum í 4. bekkjum og umsjónarkennurum þeirra þriðjudaginn 28. maí. Á hátíðinni lásu nemendur sögur og vísur og sungu. Auk þess var boðið upp á glæsileg tónlistaratriði. Hátíðin gekk afar vel, nemendur stóðu sig með mikilli prýði og lögðu sig fram við upplesturinn og tónlistaratriðin enda búnir að þjálfa sig vel fyrir hátíðina með kennurunum sínum þeim: Önnu Ágústu, Láru Björg, Ellu Möggu og Sólbjörgu. Eins og venja er var foreldrum boðið að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum og eftir upplesturinn var haldið í stofu þar sem allir nutu léttra veitinga.

Myndir frá viðburðinum eru á myndasíðu skólans
Til baka
English
Hafðu samband