Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opnunarhátíð Göngum í skólann 4. september

01.09.2019
Opnunarhátíð Göngum í skólann 4. september

 Hofsstaðaskóli fær þann heiður að opna verkefnið Göngum í skólann sem hefst miðvikudaginn 4. september en skólinn hefur tekið þátt í því undanfarin ár. Opnunarathöfnin fer fram í sal skólans kl. 8:30 til 9:30. Áður en dagskrá hefst verður svokallað „Skópartý“ fyrir utan skólann sem felst í því að safna  saman skóm, raða þeim og mynda þannig listgjörning úr skónum. Til að dagskrá geti hafist á réttum tíma í salnum óskum við eftir því að nemendur mæti fyrr í skólann og helst ekki seinna en kl. 8:20.

Nemendur eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta gangandi, á hjólum, hjólabretti eða hlaupahjóli í skólann en það er einmitt einn tilgangur verkefnisins að auka hreyfingu. Auk þess að leggja til eitt par af gömlum skóm sem verða svo gefnir til góðgerðarmála. Verkefnin lýkur með  alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október 

Það verður gangbrautarvarsla við Bæjarbraut þennan morgunn.

 

Með kveðju, skólastjórnendur Hofsstaðaskóla

 

Til baka
English
Hafðu samband