Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulagsdagur, nemenda- og foreldrasamtöl

27.10.2019

Mánudaginn 28. október eru nemenda- og foreldrasamtöl í Hofsstaðaskóla og þurfa foreldrar/forráðamenn að skrá sig í samtölin fyrir 22. október. Allir nemendur fylla út sjálfsmat og koma með það í samtalið. Í samtalinu gefst tækifæri til þess að ræða hvað gengur vel og hvað má betur fara og setja sér markmið.
Óskilamunir nemenda liggja frammi í miðrými og eru allir beðnir um að líta þar við og taka eigur sínar. Jafnan safnast mikið af ómerktum fatnaði og munum upp hér í skólanum.Því sem er merkt er komið til eigenda sinna jafnóðum. Sérstaklega bendum við á að það þarf að merkja líka nestisboxin. Verið velkomin í skólann okkar. 

 

Til baka
English
Hafðu samband