Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskólaleikar 2019

04.11.2019
Hofsstaðaskólaleikar 2019Nú styttist í hina árlegu Hofsstaðaskólaleika eða HS-leika en þá er hefðbundið skólastarf leyst upp. Leikarnir verða haldnir 5. og 6. nóvember. Annan daginn takast nemendur á við þrautir í íþróttahúsinu og hinn daginn í skólanum á alls 40 stöðvum. Báða dagana hefst skóladagurinn kl. 8:30 og lýkur kl. 14:00.

Markmið leikanna er að nemendur skólans vinni saman að fjölbreyttum verkefnum, að allir fái að njóta sín með einhverjum hætti og efla kynni við aðra í skólanum í leiðinni.

Nemendur þurfa ekki að hafa með sér skólatösku í skólann, aðeins nesti í poka/ tösku og brúsa eða glas til að drekka úr. Þeir sem eru ekki í mataráskrift gefst kostur á að kaupa matarmiða á 700 kr. Fyrri daginn verður pizza en seinni daginn lasanga. Miðarnir verða seldir hjá ritara til kl.14 á mánudag.
Uppskeruhátíð HS leika verður á sal skólans föstudaginn 8. nóvember.

Kveðja,
starfsfólk Hofsstaðaskóla
Til baka
English
Hafðu samband