Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkingar í heimsókn á leikskólann Akra

26.11.2019
7. bekkingar í heimsókn á leikskólann Akra

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu fóru nokkrir nemendur í 7. bekk á leikskólann Akra í síðustu viku. Tilefnið var að lesa smásögur fyrir leikskólabörnin sem búið var að skipta upp í minni hópa inn á deildum leikskólans. Heimsóknin gekk glimrandi vel og áttu allir mjög ánægjulega og skemmtilega stund saman. Leikskólabörnin voru upprifin yfir sögustundinni og stóru börnunum sem stóðu sig með prýði. Starfsfólk og nemendur skólanna hlakka til frekara samstarfs á Degi íslenskrar tungu á komandi árum.

Fleiri myndir frá viðburðinum eru inni á myndasíðu 7. bekkinga


 
Til baka
English
Hafðu samband