Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Krakkafréttir-innslag frá Hofsstaðaskóla

05.12.2019
Krakkafréttir-innslag frá Hofsstaðaskóla

Nemendur í 6. og 7. bekkjum skólans unnu lítið innslag fyrir Krakkafréttir RÚV sem sýndar verða í kvöld fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 18:50. Liðurinn heitir Krakkasvarið þar sem krakkar svara spurningu á myndbandsformi sem svo er birt í Krakkafréttatímanum. Sá skóli sem gerir innslagið hverju sinni skorar á næsta skóla í sveitarfélagi annarsstaðar á landinu. Það var Hlíðarskóli sem skoraði á okkur. 
Spurningin sem krakkarnir okkar áttu að svara er: ,,Hvað er að vera góður vinur". Myndbandið er um mínúta að lengd og því mikilvægt að vera mættur við sjónvarpsskjáinn tímanlega.     

 

Til baka
English
Hafðu samband