Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald þriðjudaginn 10. desember

09.12.2019
Skólahald þriðjudaginn 10. desember
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðurs á morgun þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.00. Gert er ráð fyrir að upp úr hádegi fari að hvessa og gul viðvörun verður í gildi frá kl. 13.00 -15.00 þriðjudaginn 10. desember þar til appelsínugula viðvörunin tekur við.
Röskun á skólastarfi - foreldrar sæki börnin í skólann fyrir kl. 15.00
Engin röskun verður á skólastarfi í fyrramálið.
En röskun á skólastarfi verður virkjuð á síðar á morgun þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.
Tilkynning til foreldra verður send út á morgun þriðjudag með nákvæmum tímasetningum og einnig sett hér inn á vef Garðabæjar.

Fylgist með veðurspám í kvöld og á morgun og farið eftir tilmælum
Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að sjá upplýsingar um veðurspána fyrir morgundaginn og síðan uppfærist ef einhverjar breytingar verða.

Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum Veðurstofu, lögreglu og almannavarna.
Til baka
English
Hafðu samband