Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölbreytt atriði á jólaskemmtunum

20.12.2019
Fjölbreytt atriði á jólaskemmtunumÍ dag föstudaginn 20. desember var síðasti dagur í skólanum fyrir jól. Þá voru haldnar jólaskemmtanir. Nemendur úr 4.bekk sýndu helgileik og nemendur í 7. bekk sáu um skemmtiatriðin. Buðu þeir upp á glæsilega leiksýningu en inn í hana fléttuðust fjölbreytt og skemmtileg atriði sem innihéldu m.a. söng, dans og hljóðfæraleik. Að sjálfsögðu var dansað í kringum jólatré og tveir kátir jólasveinar litu inn á ballið og sprelluðu og sungu með.

Umsjónarkennarar lásu jólasögu fyrir nemendur og kvöddu þá og þökkuðu samstarfið í heimastofu áður en allir héldu kátir og glaðir í jólaleyfi. Myndir frá jólaskemmtuninni eru komnar í myndasafn skólans  og hér má nálgast myndband með sýnishornum af glæsilegum skemmtiatriðum nemenda í 7. bekk.

Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar foreldrum, nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband