Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl

21.01.2020
Nemenda- og foreldrasamtöl

Við minnum á að á morgun miðvikudaginn 22. janúar fara fram nemenda- og foreldrasamtöl og kennsla fellur niður. Regnboginn er opinn frá kl. 8.00 til 17.00 og þarf að láta vita ef börnin nýta tímann.

Á bóksafninu verður opið hús þar sem foreldrum/forráðamönnum gefst tækifæri til þess að skoða og prófa ýmsan búnað sem notaður er í upplýsingatæknikennslu. Auk þess er að hægt að fá aðstoð við Mentor og Samþykki og samning um notkun upplýsingatækni. Við hvetjum ykkur til þess að koma við á safninu og fá nemendur til þess að sýna ykkur hvað þeir eru að fást við.

Í miðrými skólans liggja frammi óskilamunir frá vetrinum og þar kennir ýmissa grasa. Alls kyns fatnaður, nestisbox, snjóþotur og smáhlutir. Biðjum alla um að koma þar við og taka það sem þeir eiga.


 
Til baka
English
Hafðu samband