Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísubotnakeppni í samstarfi við KrakkaRÚV

27.01.2020
Vísubotnakeppni í samstarfi við KrakkaRÚVUndanfarin ár hefur Menntamálastofnun efnt til vísnasamkeppni grunnskólanema í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Keppnin er haldin í samstarfi við sjónvarpsþáttinn KrakkaRÚV. Yfir 500 nemendur af öllu landinu tóku þátt í ár og þar á meðal fjöldi nemenda í Hofsstaðaskóla enda er kveðskaparlist merkilegur þjóðararfur sem vert er að halda á lofti og hvetja nemendur til að stunda.
Í keppninni spreyttu nemendur sig í aldursflokkum yngsta-, mið- og unglingastigs á því að botna fyrriparta eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson íslenskufræðing. Fyrir besta vísubotninn á hverju stigi eru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjöl.
Andrea Hvannberg nemandi í 6. AÞ í Hofsstaðaskóla varð hlutskörpust meðal nemenda á miðstigi. Í síðustu viku komu Ragnar Aðalsteinsson formaður dómnefndar og Elín Lilja Jónasdóttir frá Menntamálastofnun og afhentu Andreu bókaverðlaun og viðurkenningarskjal í sal skólans að viðstöddum öllum nemendum 6. bekkjar. Andrea samdi glæsilegan vísubotn eða eins og Ragnar orðaði það,,stjörnubotn“ samkvæmt fræðunum. Hér fyrir neðan má sjá vísubotninn:

Kuldinn bítur, komum út,
klæðum okkur betur.
Á kuldaskóna hnýti ég hnút
og hnerrann kveð í vetur.


Eins og undanfarin ár mun KrakkaRúv fjalla um úrslit keppninnar en þá mun Andrea lesa upp sína vísu ásamt því að vísan birtist í ljóðatímaritinu Stuðlaberg sem Ragnar Aðalsteinsson gefur út nú í vor. Hér má sjá 6. bekkur


 
Til baka
English
Hafðu samband