Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólamatur – könnun á viðhorfi forráðamanna

07.02.2020
Skólamatur – könnun á viðhorfi forráðamanna

90% nemenda Hofsstaðaskóla eru í mataráskrift hjá Skólamat. Skólamatur býður alla daga upp á tvo rétti og er annar rétturinn grænmetisréttur. Boðið er upp á girnilegan salat- og ávaxtabar fjóra daga vikunnar og á föstudögum fylgja ávextir með súpu eða graut. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og borðað sig sadda. Áskrift er misjöfn eftir dögum og eru heldur færri í mat þegar er fiskur á boðstólum.. Fleiri af yngri börnunum eru í áskrift en af elstu börnunum. Matartíminn er 20 mínútur og þykir flestum það nægur tími til þess að borða.
Í nóvember sl. kannaði fyrirtækið Skólamatur viðhorf forráðamanna nemenda til skólamáltíða og voru þrjár spurningar lagðar fyrir.

Spurningar

Skalinn 1- 10

Hofsstaðaskóli

Garðabær

Meðaltal allra sem Skólamatur þjónustar

Hver er almenn upplifun foreldra/forráðamanna af matnum

7,7

6,9

7,4

Hvað finnst nemendum um viðmót starfsmanna í mötuneytinu

6,7

7,4

7,6

Finnst nemendum röðin vera of löng. Hlutfall sem svarar já

19%

23%

21%


Úr þessu má lesa að forráðamenn hér í skólanum eru jákvæðari en almennt í skólum Garðabæjar en viðmót starfsmanna hér telst lakara. Röðin er styttri í Hofsstaðaskóla en almennt gerist. Nemendur hér skammta sér matinn sjálfir á diskinn. 
Skólamatur er almennt ánægður með upplifun viðskiptavina sinna þótt margt megi betur fara og mun huga sérstaklega að nokkrum þáttum. Hofsstaðaskóli er ánægður með samstarfið við Skólamat sem er afar gott. 


Til baka
English
Hafðu samband