Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallaferð Hofsstaðskóla í 4. til 7. bekk

05.03.2020
Fjallaferð Hofsstaðskóla í 4. til 7. bekk

Nemendur úr 4. til 7. bekk fóru í fjallaferð upp í Bláfjöll þriðjudaginn 3. mars. Lagt var af stað upp úr níu og skíðað til hálf tvö. Ferðin gekk vel og var eftir því tekið hversu hjálpsamir nemendur voru bæði við félaga sína í brekkunum og í skíðaleigunni.

Starfsfólk í Bláfjöllum er ekki vant því að taka á móti svona stórum hópi í einu en þau höfðu orð á því hversu vel var gengið um og hversu skipulagið var gott. Nemendur voru á brettum, skíðum og snjóþotum og voru byrjendalyftur opnar og tvær diskalyftur fyrir lengra komna. Rétt undir lokin opnaði svo stólalyftan sem kætti marga.

Veðrið spillti ekki fyrir og var logn og eins stigs frost og færið upp á það besta. Mikil stemning var í nestistíma nemenda og borðuðu þeir bæði úti og inni í skíðaskálanum. Nokkrir nemendur spiluðu borðspil í skíðaskálunum en að mestu var dagurinn nýttur í útiveru.
Þetta var ánægjulegur dagur sem leið hratt og voru það glaðir nemendur og starfsfólk sem settist upp í rútu um tvö leytið.

Sjá fleiri myndir úr skíðaferðinni 


 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband