Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrirlestri frestað - Lesblinda

06.03.2020
Fyrirlestri frestað - Lesblinda

Af óviðráðanlegum orsökum þurfti að fresta þessum fyrirlestri.
Þriðjudaginn 10. mars kl. 8:30-9:30 verður opinn fyrirlestur fyrir foreldra allra nemenda í Hofsstaðaskóla um lesblindu. Fyrirlesturinn verður í sal skólans.
Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra verður með fræðslu um lesblindu og margvísleg áhrif hennar á nám og úrvinnslu. Í fyrirlestrunum mun Snævar segja frá því hvað felst í því að vera lesblindur, en þar lýsir hann m.a. reynslu sinni sem lesblindur einstaklingur. Hann kynnir fyrir foreldrum hvernig nemendur geta nýtt sér tölvur, síma og önnur snjalltæki þannig að þeir geti nýtt sér námshæfileika sína til fullnustu.
Hofsstaðaskóli, ásamt öllum skólum í Garðabæ, tekur nú þátt í þróunarverkefni sem ber heitið „Láttu tæknina vinna með þér“, en tilgangur verkefnisins er að fræða skólasamfélagið, þ.e. kennara, nemendur og foreldra um lesblindu. Snævar er búinn að fræða alla nemendur í 5. og 7. bekk ásamt því að halda fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans, en þessi fyrirlestur nú er ætlaður foreldrum og forráðamönnum nemenda í skólanum.

Hvetjum alla til að koma og kynna sér málið.
Kær kveðja
Skólastjórnendur

Til baka
English
Hafðu samband