Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahátíð stóru upplestrarkeppninnar

12.03.2020
Skólahátíð stóru upplestrarkeppninnarSkólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. mars. Þar kepptu níu nemendur í 7. bekk um að taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður fimmtudaginn 26. mars nk. í Kirkjulundi, félagsheimili Vídalínskirkju.

Nemendur lásu svipmyndir úr skáldsögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur. Einnig lásu nemendur ljóð að eigin vali. Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir kynnti höfund texta og Lilja Karítas Pétursdóttir höfund ljóða. Í hléi fluttu þær Guðrún Lilja og Friðrika Maya söngatriði og nemendur í 7. AMH dansatriði.

Allir sem tóku þátt í keppninni stóðu sig mjög vel og fengu að gjöf frá skólanum rós og ljóðabókina Óðhallaringla eftir Þórarin Eldjárn. Tveggja manna dómnefnd, sem skipuð var Hafdísi Báru Kristmundsdóttur skólastjóra og Kristínu Thorarensen bókasafnskennara valdi tvo fulltrúa skólans og einn til vara til að taka þátt í héraðshátíðinni. Eftirfarandi keppendur urðu fyrir valinu: Eik María Emilsdóttir og Vigdís Rut Jóhannsdóttir sem aðalmenn og Helga Grímadóttir sem varamaður, við óskum þeim alls hins besta í Héraðshátíðinni. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í skólakeppninni þar sem allir lögðu mikið á sig við undirbúning og æfingar. Hér er hægt að skoða myndir frá hátíðinni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband