Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf frá 17. mars

16.03.2020
Skólastarf frá 17. marsRammi frá sambandi sveitarfélaga:
Skólastarf verður ekki með hefðbundnum hætti í ljósi fyrirmæla frá sóttvarnarlækni og getur tekið breytingum frá degi til dags. Leiðarljósið er velferð og heilsa nemenda og starfsmanna.
Rammi um starfið í skólanum:
• Nemendur verða 20 eða færri í hóp. Bætt verður við aukastofum og aukamönnun þar sem þörf krefur.
• Skóladagur nemenda verður skertur og stundaskrá breytist. Áhersla verður lögð á lengri viðveru yngstu barnanna. Nemendur hafa með sér nesti og þeir sem eru í mataráskrift fá matarpakka frá Skólamat. Ekki verður hægt að hita upp nesti að heiman.
• Skólahúsið verður hólfað niður og samgangur takmarkaður. Nemendur mæta í heimastofu og verða þar. Mikilvægt er að nemendur virði að þeir eiga ekki að vera á göngum skólans og í öðrum kennslustofum þar sem það er með öllu bannað.
• Öll þrif verða samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis. Allir nemendur verða með sín eigin ritföng.
• Foreldrum eða öðrum gestum er óheimilt að koma inn í skólabygginguna og taka því á móti börnum sínum á skólalóðinni.
• Ekki verður hægt að taka á móti nemendum fyrir eða eftir auglýstan tíma í hverjum árgangi.
Skipulag árganga:
1. bekkur Skóli frá kl. 9.00 – 13.00. Frístundaheimili frá kl. 13.00 til 15.00 í Höllinni.
2. bekkur Skóli frá kl. 9.00 - 13.00. Frístundaheimili frá kl. 13.00-15.00 í bekkjarstofum.
3. bekkur Skóli frá kl. 8.45-12.45. Ekki opið í frístundaheimili.
4. bekkur Skóli frá kl. 8.30-12.30. Ekki opið í frístundaheimili.
5. bekkur Skóli frá kl. 8.30-10.30 eða kl. 12.00-14.00.
6. bekkur Skóli frá kl. 8.45-10.45 eða kl. 11.45-13.45.
7. bekkur Skóli frá kl. 8.30-10.30 eða kl. 12.00-14.00.
Umsjónarkennarar í hverjum árgangi munu senda nánari upplýsingar til foreldra um starfið.
Árgangar koma inn um sömu innganga og venjulega og þurfa að gæta þess að vera stundvísir. Minnum á að öll börnin þurfa að vera klædd til útiveru.
Ef nemendur mæta ekki í skóla, einhverra hluta vegna, þá hvetjum við foreldra/forráðamenn til þess að hafa samband við umsjónarkennara og fá upplýsingar um það hvernig þeir geta nálgast námsgögn.
Mikilvægt er að tilkynna fjarvistir nemenda og er einfaldasta leiðin að gera það í gegn um fjölskylduvef Mentor.
Með samstarfskveðju Stjórnendur Hofsstaðaskóla
Til baka
English
Hafðu samband