Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Netskákmót fyrir alla nemendur

26.03.2020
Netskákmót fyrir alla nemendur

Garðabær hefur blásið til sóknar í skákinni. Nú verður öllum krökkum á grunnskólaaldri boðið upp á netskákmót nokkrum sinnum í viku á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri.

Aðeins þarf að fara í gegnum nokkur létt skref til að taka þátt (mjög einfalt)

1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
2. Gerast meðlimur í hópnum “Garðabær-skólar”: https://www.chess.com/club/gardabaer-skolar
3. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins inná chess.com

Dagskrá þessa vikuna:
• Fimmtudagsmót Garðabæjar 16:30-17:30: https://www.chess.com/live#r=173601
• Laugardagsmót Garðabæjar 11:00-12:00: https://www.chess.com/live#r=173602
• Skólanetskákmót Íslands 29. mars 17:00 (með öllum skólum á landinu) leiðbeiningar hér: https://www.chess.com/club/skolanetskak

Gott er að klára fyrstu 2 skrefin sem fyrst. Mæli með að þið notið venjulega borðtölvu/fartölvu, chess.com appið virkar ekki í mótum.

Til baka
English
Hafðu samband