Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjólreiðar og öryggi

11.05.2020
Hjólreiðar og öryggi

Að gefnu tilefni biðjum við foreldra/forráðamenn um að ræða við börn sín um að skoða vel hjólið sitt áður en þau leggja af stað hjólandi. Því miður þá hefur komið upp að átt hefur verið við hjól og framdekk losað. Hvað þar býr að baki er ekki gott að vita en slíkt er mjög alvarlegt og getur skapað mikla slysahættu.

Hér í skólanum er fylgst með eins og kostur er og rætt við alla nemendur um alvarleika þess að átt sé við hjólin. Ef foreldrar/forráðamenn taka líka umræðuna heima fyrir og fylgja eftir þá vinnum við saman að öryggi nemenda og tryggjum það að hjólreiðar séu ánægjulegur valkostur.  

Það er virkilega ánægjulegt að sjá hversu mörg börn koma hjólandi eða gangandi í skólann sem er jákvætt fyrir heilsu nemenda og minnkar umferðarálag við skólann í upphafi og lok skóladagsins. Flestir nemendur skólans búa í göngufæri við skólann og ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti komið gangandi eða hjólandi flesta daga skólaársins.

Nemendur eiga að læsa hjólunum sínum í hjólagrindum og þar eiga þau að vera á skólatíma og ekki í boði að nota þau eða leika sér á þeim. Það sama gildir um hvers kyns hlaupahjól. Allir verða að vera með hjálm og nauðsynlegt er að yfirfara bremsur og slíkt.

Með samstarfskveðju

Stjórnendur

 

Til baka
English
Hafðu samband