Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjársjóðsleit

05.06.2020
Fjársjóðsleit Í vetur hafa nemendur í 4. bekk fengið boð um að koma á Fjársjóðsleitarnámskeið þar sem markmiðið er að vinna að bætti sjálfsmynd og auknu sjálfstrausti. Nemendur hafa komið í litlum hópum í 3-4 skipti og unnið verkefni sem miða að því að finna þeirra innri fjársjóð eða styrkleikana sína. Þetta hefur gengið mjög vel og allir nemendur fundið styrkleika sem þeir áttuðu sig ekki á að þeir bjuggu yfir. Nemendur lærðu um áhrif hugarfars á hegðun og líðan auk þess að skoða fyrirmyndir sínar, fylla út í gleðidagbók til að sjá hversu margt skemmtilegt er í gangi í lífi þeirra dagsdaglega og læra um þægindahringinn og fá hvatningu til að stíga út fyrir hann.
Námskeiðið hefur verið í umsjá námsráðgjafa en einnig kom þroskaþjálfi að öllum námskeiðum og gekk það samstarf mjög vel.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband