Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálfsmat fyrir nemenda- og foreldrasamtöl

19.10.2020
Sjálfsmat fyrir nemenda- og foreldrasamtöl

Nú styttist í nemenda-og foreldrasamtölin. Fyrir samtalið eiga nemendur ásamt aðstandendum að fylla út sjálfsmat. Það er gert rafrænt í Mentor. Til að geta fyllt út matið þá þarf nemandinn að vera skráður inn á sinni kennitölu og leyniorði. Ef nemandinn hefur aldrei skráð sig sjálfur inn á Mentor og/eða veit ekki lykilorðið sitt þá geta aðstandendur búið til lykilorð fyrir barnið.

Svona bý ég til nýtt lykilorð fyrir barnið mitt á Mentor:
Athugið hjá nemendum í 4.-7. bekk mælum við með að þeir hafi sama lykilorð og þeir nota til að skrá sig inn í tölvurnar í skólanum.

1. Aðstandandi skráir sig inn á sínum aðgangi (í vafra ekki appi)
2. Smellir á fjólubláu flísina, Fjölskylduvefur
3. Þá kemur upp nemendaspjaldið og þá er smellt á flipann Nemandi og þá birtist forsíða nemendaspjaldsins
4. Fyrir neðan myndina af barninu Stendur Breyta lykilorði og þegar smellt er á það opnast nýr gluggi þar sem aðstandandi getur búið til lykilorð.

Þá getur nemandi skráð sig inn á kennitölunni sinni og leyniorðinu.
Gangi ykkur vel.

Til baka
English
Hafðu samband